Loksins eitthvað fyrir 1. e4 skákmenn!

Nú fara hlutirnir loksins að gerast fyrir 1 .e4 skákmenn. Eftir að hafa horft upp á hverja 1. d4 bókina á eftir annarri fara hlutirnir að gerast fyrir 1. e4 skákmenn því fyrsta borðs maður Indverja, Parimarjan Negi hefur nú gefið út sína fyrstu GM Repertoire bók um 1. e4. Bókin sú tekur á Frakkanum, Caro Kann og Philidor. Vonandi er ekki langt að bíða eftir næstu bók en í millitíðinni fáum við aðra 1. e4 bók að nafni “Playing 1. e4 – Caro Kann, 1… e5 and minor lines” eftir John Shaw. Þessi bók verður án efa áhugaverð og mun hún taka önnur afbrigði fyrir heldur en Negi gerir í sínum bókum. Shaw skrifaði einmitt hina mögnuðu bók um Kóngsbragð sem allir 1. e4 skákmenn ættu að eiga þannig að ég bind miklar vonir við hans bókaröð um Playing 1. e4.

Aðrar áhugaverðar bækur hafa einnig komið út og má þar helst nefna GM Repertoire um Sveshnikov eftir GM Vassilios Kotronias. Sú bók er viðamikil og góð enda þekkir Kotronias Sveshnikov afar vel frá báðum hliðum. Svo er í deiglunni bók eftir sjálfan Boris Gefland að nafni Positional Decision making in Chess og efast ég ekki um að þar verði góð bók á ferðinni. Einnig má nefna að Judit Polgar hefur nú gefið út tvö bindi í sínum þríleik og kemur þriðja bókin eftir ekki of langan tíma. Sem sagt nóg að gera í stúderingunum og mikið af áhugaverðum bókum á ferðinni nú sem endranær!

No comments yet.

Leave a Reply