Magnus Carlsen nýr heimsmeistari í skák – glæný bók um Carlsen

Carlsen WC

Eins og allir skákáhugamenn vita er Magnus Carlsen nýr heimsmeistari í skák. Við Íslendingar höfum auðvitað vitað lengi af Carlsen og því getað fylgst með honum frá því hann kom fyrst fram þangað til hann varð heimsmeistari í skák, 22 ára að aldri. Einhvern tímann mun ég finna góðan tíma til að skrifa skemmtilega grein um Carlsen en í þetta skipti ætla ég að láta nægja að vekja athygli á því að Quality Chess er tilbúið með bók eftir Kotronias um göngu Carlsens í átt að æðsta titlinum í skákheiminum. Bókin lítur út fyrir að vera mjög spennandi. Hún fjallar um áskorendamótið í London í fyrra og einvígisskákirnar við Anand og er góð blanda af skrifuðum texta og skýrðum skákum. Hér má lesa um bókina og sjá smá dæmi (pdf excerpt) úr henni. Bókin kemur út 18. des. og ætla ég að panta fyrir þann tíma þannig að hún ætti að komast til landsins fyrir jól. Miðað við óbreytt gengi á evrunni kostar bókin 5.000 í forsölu og 5.500 í venjulegri sölu. Forpantanir sendist á sigur1@simnet.is

Tvær aðrar bækur koma út þann 18. des. og er víst að margir hafa beðið eftir annarri þeirra því það er bók nr. 2 frá Judit Polgar. From GM to top 10 nefnist sú bók og þeir sem lásu fyrri bókina geta örugglega vænst mikils af þessari bók. Polgar bókin kostar einnig 5.000 í forsölu og 5.500 í venjulegri sölu. Þriðja bókin er svo GM Repertoire nr. 15, bindi 2 um Frönsku vörnina eftir GM Emanuel Berg.

No comments yet.

Leave a Reply