Ný sending komin og spennandi haust framundan

Nú er helmingurinn af sendingu frá New in Chess kominn til landsins og hinn helmingurinn skilar sér vonandi sem fyrst. Í þessari nýjustu sendingu eru margar spennandi bækur svo sem eins og bók um Najdorfinn eftir Andriasyan og bók um Grand Prix attack eftir Sveshnikov. Einnig eru má nefna bækurnar How Magnus Carlsen became the youngest Chess Grandmaster in the World eftir Agdestein og The World Champions I knew eftir Sosonko.

Svo koma nokkrar spennandi bækur frá Quality Chess á næstunni, t.d. King’s Gambit eftir John Shaw og Playing the Trompowsky eftir Richard Pert að ógleymdri GM Repertoire bók um Kóngsindverjann sem fjallar um Fianchetto afbrigðið. Með haustinu koma svo út enn fleiri spennandi titlar sem verða nánar kynntir síðar.

No comments yet.

Leave a Reply