Garry Kasparov 50 ára í dag 13. apríl

Í dag fagnar sjálfur Garry Kasparov 50 ára afmæli! Hann var einungis 22 ára gamall þegar hann varð fyrst heimsmeistari árið 1985 eftir afar spennandi og skemmtilegt einvígi við Anatoly Karpov. Karpov hafði verið heimsmeistari í 10 ár og hafði tvívegis varið titilinn gegn Korchnoi. Þegar hann mætti Kasparov í fyrsta skipti í einvígi árið 1984 var einvígið allt hið glæsilegasta til að byrja með. Karpov komst í 4-0 eftir 9 skákir og vantaði þá bara tvo vinninga til að verja heimsmeistaratitilinn. Eitthvað lét næsti sigur bíða eftir sér en hann kom þó í skák nr. 27.

Þá var komið að Kasparov að svara fyrir sig því hann vann skák nr. 32 og svo vann hann skákir nr. 47 og 48. Eftir þetta var einvígið stöðvað og ákveðið að hafa nýtt tuttuogfjögurra skáka einvígi. Það einvígi byrjaði vel fyrir Kasparov því hann vann fyrstu skákina með hvítu í Nimzo-Indverjanum. Skák nr. 16 hefur hingað til verið talin magnaðasta skák einvígisins og fylgir hún hér:

No comments yet.

Leave a Reply